Samfélagsábyrgð KAPP

Siðareglur

Siðareglur KAPP ehf. tilgreina helstu lykilatriði varðandi siðferði og heiðarlega starfshætti, sem eiga við í rekstri fyrirtækisins og eru leiðarljós fyrir starfshætti, framkomu og viðhorf allra starfsmanna. Lykilatriðin varða; ‍

Siðferðir starfsmanna

  • Reglur gegn spillingu og mútum
  • Starfshætti í samræmi við samkeppnislög
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Siðferðisreglur á vinnustað
  • Ábyrgð fyrirtækisins

Siðareglurnar styðja við gildi okkar og eru þær samhæfðar grunnstefnu og öðrum reglum og leiðbeiningum KAPP. 

Siðferði starfsmanna 

Starfsmenn KAPP verða að fylgja lögum bæði í störfum sínum og utan vinnutíma.

Þar sem lög eða reglur skortir t.a.m. varðandi persónulega ábyrgð, verður hver starfsmaður að viðhafa heiðarlegt mat og varkárni. 

Starfsmönnum ber að hafa samband við næsta yfirmann eða annan yfirmann, ábyrgan samstarfsmann eða tengilið viðskiptavinar til ráðagerðar. 

Samskipti við viðskiptavini, samstarfsmenn og samstarfsaðila skulu fara fram af virðingu og sanngirni. 

Áreitni og einelti, þar með talin kynferðisleg áreitni, er með öllu óásættanleg innan KAPP og verður ekki liðin af hálfu fyrirtækisins. 

Spilling og mútur 

KAPP samþykkir á engan hátt spillingu og mútur og berjast gegn slíku í hvívetna. 

Sjá nánar hér í reglum KAPP um spillingu og mútur.

Samræmi við samkeppnislög 

Það er kjarni viðskiptahátta KAPP að uppfylla allar viðeigandi samkeppnisreglur og reglugerðir. 

KAPP hefur ekki uppi verðsamráð og skipta ekki markaði eða þjónustuþáttum með samkeppnisaðilum. 

KAPP viðhefur ekki samráð milli samkeppnisaðila vegna útboða. 

KAPP ræðir ekki samkeppnisatriði, eins og verðlagningu, afslætti, bónusa, söluskilmála o.s.frv., við samkeppnisaðila. 

Tengsl við viðskiptavini

Við upplýsum viðskiptavini og birgja um siðareglur KAPP. 

Við afhendingu þjónustu á verkstað fylgir KAPP ehf. viðurkenndum umhverfis-, gæða, öryggis- og heilsufarsstöðlum. 

Þagnarskylda gagnvart viðskiptavinum er virt og viðeigandi gögn varðveitt. 

Athugasemdir viðskiptavina eru teknar alvarlega og eru skilgreindar sem verðmætar upplýsingar til sífelldra endurbóta í bættri þjónustu KAPP. 

Vinnustaðastaðlar 

KAPP leitast við að tryggja sem bestar vinnuaðstæður fyrir starfsfólk, m.t.t. viðeigandi heilsu- og öryggisstaðla. 

KAPP líður ekki mismunun starfsmanna varðandi ráðningar og störf; allir starfsmenn okkar hafa rétt til að fá sanngjarna og sömu meðferð. 

KAPP virðir félagafrelsi og samningsrétt; allir starfmenn okkar eiga rétt á að vera í stéttarfélagi. 

KAPP samþykkir ekki nauðungarvinnu né barnaþrælkun. 

KAPP býður laun sem að lágmarki fylgja launatöxtum kjarasamninga og reglum á vinnumarkaði. 

Starfmönnum býðst þjálfun í samræmi við þau störf sem þeir sinna. 

KAPP virða einkalíf starfsmanna og vernda tengdar upplýsingar á viðeigandi hátt. 

Ábyrgð fyrirtækisins 

KAPP vinnur samkvæmt meginreglum um góða stjórnun fyrirtækja. 

KAPP vinnur sífellt að því að minnka umhverfisáhrif af starfsemi sinni. 

KAPP er ábyrgur fyrirtækjaþegn í því samfélagi þar sem fyrirtækið starfar. 

Samfélags-, umhverfis-, og siðferðisleg skuldbinding KAPP skal endurspeglast 

í öllum samskiptum við viðskiptavini, starfsmenn, birgja og aðra hagsmunaaðila.

Mann­rétt­inda­stefna

Tilgangur

Mann­rétt­inda­stefn­an lýs­ir áhersl­um KAPP í mann­rétt­inda­mál­um. Markmið stefn­unn­ar er að tryggja að KAPP upp­fylli all­ar kröf­ur laga og reglna um mann­rétt­inda­mál og sé í far­ar­broddi á þessu sviði. Þannig telj­um við að KAPP geti stuðl­að að betra sam­fé­lagi og að mannauð­ur fé­lags­ins verði sem öfl­ug­ast­ur þar sem jöfn tæki­færi ein­stak­linga séu tryggð.

Um­fang

Mann­rétt­inda­stefn­an nær til allr­ar starf­semi fé­lags­ins. Ár­lega er gerð að­gerða­áætl­un í mann­rétt­inda­mál­um og ár­ang­ur lið­ins árs mæld­ur..

Stefna

Það er stefna KAPP að gæta jafn­rétt­is milli ein­stak­linga óháð kyn­þátt­ar, þjóð­ern­is­upp­runa, trú­ar, lífs­skoð­un­ar, fötl­un­ar, skertr­ar starfs­getu, ald­urs, kyn­hneigð­ar, kyn­vit­und­ar, kyn­ein­kenna, kyntján­inga, bú­setu og efna­hag. Hver starfs­mað­ur skal met­inn og virt­ur að verð­leik­um á eig­in for­send­um. Með jafnri stöðu ein­stak­linga nýt­ist sú auð­legð sem felst í bak­grunni, mennt­un, reynslu og við­horfi þeirra.

Jafn­launa­stefna

Við ákvörð­un launa og fríð­inda skal þess gætt að kynj­um sé ekki mis­mun­að. Starfs­fólki skulu greidd jöfn laun og skulu þau njóta sömu kjara fyr­ir jafn verð­mæt og sam­bæri­leg störf í sam­ræmi við lög um jafna stöðu og jafn­an rétt kynj­anna nr. 150/2020 og lög nr.86/2018 um jafna með­ferð á vinnu­mark­aði.

Þess skal einnig gætt að starfs­menn sitji við sama borð hvað kjara­samn­ings­bund­in rétt­indi og skyld­ur varð­ar og mið­ar KAPP við Kjara­samn­inga hvað það varð­ar.

Til að upp­fylla skil­yrði lag­anna og jafn­launa­stefn­unn­ar hef­ur ver­ið skil­greint ákveð­ið verklag við launa­ákvarð­an­ir sem hef­ur það að mark­miði að tryggja heild­ar­y­f­ir­sýn yfir laun, stöð­ug­ar um­bæt­ur á launa­kerf­inu og eft­ir­lit með kyn­bundn­um launamun.

Við launa­ákvarð­an­ir er stuðst við starfa­flokk­un, skil­greind launa­við­mið og per­sónu­bund­ið frammi­stöðumat.

Til að mæla ár­ang­ur af jafn­launa­stefnu skal KAPP ár­lega stand­ast óháða vott­un sam­kvæmt ÍST85 staðl­in­um og tryggt að jafn­launa­kerfi KAPP upp­fylli kröf­ur reglu­gerð­ar 1030/2017 og lög um jafna stöðu og jafn­an rétt kynj­anna nr. 150/2020 um vott­an­ir á jafn­launa­kerf­um fyr­ir­tækja og stofn­anna. Ef óút­skýr­an­leg­ur kyn­bund­inn launamun­ur grein­ist skal það skráð sem frá­vik og gerð áætl­un um úr­bæt­ur til að leið­rétta þenn­an mun.

Unnið er í því að klára jafnlaunavottun KAPP en nú þegar er verið að innleiða allt ofangreint.

Þátt­taka í vinnu- og verk­efna­hóp­um

Þeg­ar skip­að er í vinnu­hópa ræð­ur fag­þekk­ing mestu um val ein­stak­linga. Stefnt skal að jöfn­um hlut kvenna og karla, eft­ir því sem við verð­ur kom­ið, sem og að val­ið end­ur­spegli sem best þver­skurð af starfs­manna­hópn­um hverju sinni. Stjórn­end­ur eiga að hafa þetta ákvæði í huga þeg­ar skip­að er í vinnu- eða verk­efna­hópa.

Aug­lýs­ing­ar

Öll störf skulu opin til um­sókn­ar fyr­ir ein­stak­linga óháð kyn­þætti, þjóð­ern­is­upp­runa, trú, lífs­skoð­un, fötl­un, skertr­ar starfs­getu, ald­urs, kyn­hneigð­ar, kyn­vit­und­ar, kyn­ein­kenna eða kyntján­ingu. Í starfsaug­lýs­ing­um eru störf ókyn­greind og þess gætt að úti­loka ekki fólk út frá nein­um þátt­um sem stefna þessi nær til. Í aug­lýs­ing­um og kynn­ing­ar­efni fé­lags­ins er tal­að við fólk af virð­ingu og leit­ast við að móðga ekki eða særa blygð­un­ar­kennd neins.

  • Leitast skal við að hafa kynjahlutföll sem jöfnust innan deilda og sviða og að samsetning starfsmannahópsins í heild endurspegli breiða þekkingu, bakgrunn og skoðanir.
  • Árlega skal taka saman kynjahlutföll í öllum starfshópum ásamt yfirliti yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar.

Starfs­þró­un

Stefna KAPP er að í stjórn­enda­hópi séu sem jöfnust kynja­hlut­föll. Jafn­rétt­is­sjón­ar­mið skulu met­in til jafns við önn­ur mik­il­væg sjón­ar­mið sem ráða við stöðu­veit­ing­ar.

  • Kynjahlutföll eru höfð í huga við stöðuhækkanir.
  • Árlega skal gerð samantekt á kynjahlutföllum meðal stjórnenda og stjórnar.

Starfs­þjálf­un og end­ur­mennt­un

Tryggt skal að all­ir starfs­menn njóti sömu mögu­leika á starfs­þjálf­un og til sí- og end­ur­mennt­un­ar.

  • Tryggja skal að starfsþjálfun og endurmenntun sé aðgengileg öllum starfsmönnum.
  • Árlega skal gerð greining á sókn kvenna og karla í sambærilegum störfum í endurmenntunarnámskeið og í starfsþjálfun.
  • Ef í ljós kemur að hallar á annað kynið skal mannauðsstjóri greina ástæður og ráðast í aðgerðir til jafna tækifæri til símenntunar.

Sam­ræm­ing vinnu og einka­lífs

KAPP lít­ur á það sem sam­fé­lags­lega ábyrgð sína að hlúa vel að starfs­mönn­um og fjöl­skyld­um þeirra. Leit­ast er við að gera starfs­mönn­um kleift að sam­ræma starfs­skyld­ur sín­ar og skyld­ur gagn­vart fjöl­skyldu sbr. 21 gr. jafn­rétt­islaga með sveigj­an­leg­um vinnu­tíma, hluta­störf­um, lengra fæð­ing­ar­or­lofi eða ann­arri vinnu­hag­ræð­ingu, eft­ir því sem við verð­ur kom­ið. Starfs­menn hafa auð­velt að­gengi að upp­lýs­ing­um um þessi mál í starfs­manna­hand­bók og á innri vef fé­lags­ins.

Starfs­andi og líð­an starfs­manna

KAPP býð­ur upp á starfs­um­hverfi sem lað­ar að sér hæft starfs­fólk og skap­ar starfs­mönn­um tæki­færi til að efl­ast og þró­ast í starfi. All­ir starfs­menn eiga rétt á að kom­ið sé fram við þá af virð­ingu og heið­ar­leika. Starfs­menn hafa sett sér sam­skipta­regl­ur sem er að finna í starfs­manna­hand­bók og er kynnt öll­um nýj­um starfs­mönn­um. Einelti líðst ekki hjá fé­lag­inu og eru starfs­menn hvatt­ir til að til­kynna strax ef þeir verða var­ir við slíka hegð­un. Mót­að hef­ur ver­ið verklag skv. reglu­gerð nr. 1009/2015 um að­gerð­ir gegn einelti, kyn­ferð­is­legri áreitni, kyn­bund­inni áreitni og of­beldi á vinnu­stöð­um og lög­um nr. 46/1980 um að­bún­að, holl­ustu­hætti og ör­yggi á vinnu­stöð­um, um hvernig taka skuli á slík­um mál­um ef þau koma upp. Upp­lýs­ing­ar um verklag­ið og skil­grein­ingu á því hvað flokk­ast sem einelti er að finna í gæða­kerfi fé­lags­ins. Starfs­menn og ný­lið­ar fá reglu­lega kynn­ingu á þess­um mál­um.

Kyn­bund­ið of­beldi, kyn­ferð­is­leg og kyn­bund­in áreitni

Kyn­bund­ið of­beldi, kyn­ferð­is­leg og kyn­bund­in áreitni líðst ekki og eru starfs­menn hvatt­ir til að til­kynna strax ef þeir verða var­ir við slíka hegð­un. Mót­að hef­ur ver­ið verklag skv. reglu­gerð nr. 1009/2015 um að­gerð­ir gegn einelti, kyn­ferð­is­legri áreitni, kyn­bund­inni áreitni og of­beldi á vinnu­stöð­um og lög­um nr. 46/1980 um að­bún­að, holl­ustu­hætti og ör­yggi á vinnu­stöð­um, um hvernig taka skuli á slík­um mál­um ef þau koma upp. Upp­lýs­ing­ar um verklag­ið og skil­grein­ingu á því hvað flokk­ast sem kyn­ferð­is­leg og kyn­bund­in áreitni er að finna í starfs­manna­hand­bók fé­lags­ins. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur einnig skuld­bund­ið sig til að vinna að for­vörn­um og fræðslu til að sporna við þess hátt­ar hegð­un á vinnu­staðn­um. Starfs­menn og ný­lið­ar fá reglu­lega kynn­ing­ar og for­varn­ar­fræðslu um þessi mál.

Spill­ing­ar- og mútu­mál

KAPP berst gegn hvers kyns spill­ingu og mút­um. Fé­lag­ið hef­ur sett sér siða­regl­ur þar sem skýr­ar regl­ur og við­mið eru sett varð­andi:

  • Gagnsæi, samskipti og upplýsingagjöf.
  • Góða viðskiptahætti og upplýsingaöryggi.
  • Réttindi og skyldur starfsmanna.
  • Hagsmunatengsl.
  • Meðferð ábendinga og kvartana.
Barna- og nauðungarvinna

KAPP ehf gerir sér grein fyrir hættu á því að verktakar á vegum okkar eða undirverktakar þeirra fylgi ekki reglum. Í því skyni hefur KAPP meðal annars;

  • sett kröfur í útboðsgögnum sem taka til barna- og nauðungarvinnu,
  • sett inn heimildarákvæði um riftun samninga við verktaka sem verða uppvísir að brotum á reglum íslensks vinnumarkaðar,
  • gert kröfu um að reikningar vegna tiltekinnar aðkeyptrar vinnu megi ekki vera fyrir lengri tíma en rúma sjö tíma á sólarhring nema með leyfi frá OR (slíkt leyfi hefur ekki verið veitt) og
  • gert kröfu í verksamningum um að launagreiðslur og tryggingar verktaka og undirverktaka þeirra séu í samræmi við íslensk lög.

Alþjóðlegt vottunarkerfi vegna barna- og nauðungarvinnu er ekki fyrir hendi. KAPP á því erfitt með að staðfesta að slíkt fari ekki fram innan allrar virðiskeðju fyrirtækisins, t.d. í kaupum á vöru. Yrði uppvíst um slíkt er að finna riftunarákvæði vegna slíkra brota í öllum útboðsgögnum KAPP. Þá liggja fyrir í lokadrögum siðareglur birgja KAPP og skráð verklag til að bregðast við upplýsingum um ætluð brot á þeim geta einnig leitt til þess að viðskiptum við viðkomandi birgi verði hætt.

Eineltisstefna og kynferðisleg áreitni

Það er stefna KAPP ehf að starfsmenn sýni samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti og kynferðisleg áreitni verður undir engum kringumstæðum umborin á vinnustöðum stofnunarinnar. Meðvirkni starfsmanna í einelti er fordæmd.

Skilgreining KAPP á hvað einelti og kynferðisleg áreitni er styðst við reglugerð nr. 1000/2004 en þar segir í 3. gr.:

Einelti: Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir.

Stjórnendur bera ekki aðeins ábyrgð á störfum starfsfólks heldur einnig á því að grundvallar­reglur samskipta á vinnustað séu virtar. Nýjum starfsmönnum er kynnt stefna og viðbragðsáætlun stofnunarinnar í eineltismálum strax við upphaf starfs.

Stefnan og viðbragsáætlunin eru rifjaðar upp reglulega á starfsmannafundum.

Á vinnustöðum geta komið upp ágreiningsmál og hagsmunaárekstrar sem valdið geta óþægindum. Mikilvægt er að leita til næsta yfirmanns eða trúnaðarmanns og leitast við  að leysa slík mál án tafar áður en þau þróast til verri vegar.

Tekið verður á fölskum ásökunum um einelti af sömu festu og einelti almennt.

Komi upp einelti skulu þolendur leita til næsta yfirmanns. Ef yfirmaðurinn er gerandinn eða hundsar vandamálið er hægt að leita til eiganda eða fjármálastjóra. Þessir aðilar skulu sýna þolanda fullan trúnað.

KAPP mun grípa til aðgerða gagnvart starfsmönnum sem leggja aðra í einelti, t.d. með áminningu, tilflutningi í starfi eða uppsögn. Alvarleg atvik verða hugsanlega kærð að höfðu samráði við þolanda. Gerandi eineltis verður látinn axla ábyrgð.

Viðbrögð

Starfsmaður sem verður fyrir einelti eða kynferðislegri áreitni skal snúa sér hið fyrsta til næsta yfirmanns og tilkynna um atvikið. Ef næsti yfirmaður er gerandi málsins eða sinnir því ekki er hægt að snúa sér til tveggja annarra trúnaðaraðila.

Þegar yfirmaður eða trúnaðaraðilar fyrirtækisins fá vitneskju um einelti munu þeir bregðast við samkvæmt eftirfarandi viðbragðsáætlun. Strax er metin þörf þolanda fyrir bráðan stuðning og hann veittur. Lögð verður áhersla á að leysa málið hið fyrsta og koma í veg fyrir frekara einelti.

Auk yfirmanna fyrirtækisins eru trúnaðaraðilar tilbúnir að ræða viðstarfsmenn um meint einelti á vinnustaðnum.

Sá aðili, sem samband er haft við, ákvarðar síðan í samráði við þolandann hvert framhaldið verður. Hægt er að velja á milli óformlegrar eða formlegrar málsmeðferðar.

Óformleg málsmeðferð

Slík málsmeðferð felur í sér að leitað er upplýsinga hjá þolanda og honum veittur stuðningur með trúnaðarsamtali eða ráðgjöf. Aðrir innan vinnustaðarins eru ekki upplýstir um málið.

Formleg málsmeðferð

Gerð er hlutlaus athugun á málsatvikum af utanaðkomandi óháðum aðila.  Rætt er við þolanda, geranda og aðra sem veitt geta upplýsingar um málið. Mikilvægt er að leita upplýsinga um tímasetningar og fá fram gögn ef einhver eru, s.s. tölvupósta, sms-skilaboð eða annað.

Fundin verður lausn sem m.a. getur falist í breytingum á vinnustaðnum, vinnubrögðum eða vinnuskipulagi. Gerandi mun fá leiðsögn og aðvörun, hann gæti líka verið færður til í starfi.

Málinu verður fylgt eftir og rætt við aðila þess að ákveðnum tíma liðnum. Fylgst verður með samskiptum aðila málsins.

Láti gerandi ekki segjast og viðheldur eineltinu leiðir það til uppsagnar hans úr starfi sbr. lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Persónuverndarstefna

I.            ALMENNT
Persónuvernd þín skiptir máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu okkar.

II.            PERSÓNUVERNDARLÖGGJÖF
Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Taka lögin meðal annars á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

III.            ÁBYRGÐ
Fyrirtækið ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni. KAPP ehf., með aðsetur að Turhavarfi 8, 203 Kópavogi, er löglegur stjórnandi persónuupplýsinga sem þú veitir fyrirtækinu. Hægt er að hafa samband við okkur í aðsetri okkar, með tölvupósti á póstfang kapp@kapp.is og með því að hringja í 587 1300.

IV.            SÖFNUN OG NOTKUN
Samkvæmt gildandi lögum um persónuvernd og, þar sem við á, með þínu samþykki getum við og þjónustuveitendur okkar (sem gætu komið fram fyrir hönd fyrirtækisins) safnað persónuupplýsingum um þig:

  • um nafn þitt, símanúmer og netfang til að geta svarað fyrirspurnum og brugðist við óskum þínum, til að svara spurningum þínum og athugasemdum,
  • um nafn þitt, kennitölu, símanúmer, heimilisfang, netfang, dulkóðað númer kreditkorts, bankaupplýsingar, mat á greiðslugetu, vegna sölu á vöru og þjónustu sem við bjóðum upp á eða höfum milligöngu um,
  • um nafn þitt, kennitölu, heimilisfang, tegund, umfang og dagsetningu viðskipta til að geta uppfyllt skyldu okkar samkvæmt bókhaldslögum,
  • um nafn þitt, heimilisfang, símanúmer og netfang, fæðingardag og aldur með þínu samþykki til að geta veitt þér kost á að taka þátt í könnunum, kynningarherferðum með verðlaunum, keppnum og öðrum kynningum og eða til að geta sent þér kynningarefni, tilboð eða sérsniðnar auglýsingar,
  • um nafn þitt og netfang með þínu samþykki til að geta gert þér kleift að nota vef- og samfélagsmiðlasíður okkar,
  • myndbandsupptökum af þér í öryggismyndavélakerfi fyrirtækisins. Tilgangur öryggismyndavélakerfis er einkum öryggis- og eignavarsla, til að gæta hagsmuna fyrirtækisins, viðskiptavina þess og starfsmanna
  • um ferðir þínar í þjónustubifreið með notkun ökurita, svo sem staðsetningu og hraða.
  • upplýsingar kunna að safnast sjálfkrafa s.s. þegar þú heimsækir heimasíður okkar, t.d. IP-tala þín og upplýsingar um tölvukerfið sem er notað. Einnig eru skráðar upplýsingar um hvernig þú notar heimasíðu okkar. Þessum upplýsingum er safnað með notkun vafrakaka (e. Cookies) en nánari upplýsingar um vefkökur má finna hér neðar (sjá undir Vafrakökur).

 V.            MIÐLUN
Við seljum aldrei persónuupplýsingar um þig. Við miðlum aldrei persónuupplýsingum til þriðja aðila án þess að samþykki þitt fyrir miðluninni liggi fyrir (sem þér er frjálst að hafna) nema þar sem okkur er það skylt samkvæmt lögum eða í þeim tilvikum sem talin eru upp í IV. kafla eða í næstu málsgrein.
Okkur er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi, umboðsmaður eða verktaki okkar í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita þér þjónustu eða vöru sem þú hefur beðið um eða samþykkt. Okkur er einnig heimilt að deila upplýsingum með vinnsluaðilum þegar það er nauðsynlegt til að vernda brýna hagsmuni t.d. við innheimtu á vanskilakröfu. Við deilum einnig upplýsingum, í tölfræðilegum tilgangi, með vinnsluaðilum sem vinna með okkur við gæða- og markaðsstarf. Við afhendum vinnsluaðilunum einungis þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir þá í framangreindum tilgangi og gerum við þá samning þar sem þeir undirgangast skyldu um að halda upplýsingum um þig öruggum og nota þær einungis í framangreindum tilgangi.
Þá er athygli þín vakin á að allt efni sem þú birtir eða deilir á samfélagsmiðlasíðum okkar eru opinberar upplýsingar. Athygli þín er vakin á að með því að tengja saman síðureikning þinn og samfélagsmiðlareikninginn þinn gefur þú okkur leyfi til að deila upplýsingum með veitanda samfélagsmiðlaþjónustunnar og notkun þeirra upplýsinga sem við deilum stjórnast af stefnu samfélagsmiðilsins um persónuvernd. Ef þú vilt ekki að persónuupplýsingum þínum sé deilt með öðrum notendum eða með veitanda samfélagsmiðlaþjónustunnar, skaltu ekki tengja samfélagsmiðlareikninginn þinn við síðureikninginn eða deila efni inn á samfélagsmiðla frá síðunni.

VI.            ÞRIÐJU AÐILAR
Persónuverndarstefnan nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila en við höfum enga stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða öðrum verkum þeirra. Við hvetjum þig því til að kynna þér persónuverndarstefnu þriðju aðila, þ. á m. vefhýsingaraðilum þeirra síðna sem geta vísað á okkar, hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem þú kýst að nota.  

VII.            VERNDUN
Við leggjum mikla áherslu á að vernda vel allar persónuupplýsingar og höfum því yfir að skipa innra eftirlitskerfi sem á að tryggja að ávallt skulu gerðar viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggis­ráðstafanir.
Við munum tilkynna þér án ótilhlýðilegrar tafar ef upp kemur öryggisbrot er varðar persónuupplýsingarnar þínar sem hefur í för með sér mikla áhættu fyrir þig. Með öryggisbroti í framangreindum skilningi er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.
Athygli þín er þó vakin á því að þú berð ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, kennitölu og mynd, sem þú kýst að deila eða senda á almennum vettvangi t.d. í gegnum, spjallrás eða stjórnstöð.
Okkar vefsíður nota SSL skilríki sem þýðir að gagnaflutningar til og frá síðunum er dulkóðaður og því öruggari. SSL skilríki varna því að þriðji aðili komist yfir gögn sem eru send í gegn um vefinn, til dæmis þegar sendar eru fyrirspurnir og þjónustupantanir af vefsvæðinu.
Við viljum einnig taka fram að gagnaflutningur á internetinu er aldrei fullkomlega öruggur. Þér er því bent á að láta okkur umsvifalaust vita ef þú telur hættu á að tilteknar upplýsingar sem þú hefur gefið okkur séu í hættu.

VIII.            VARÐVEISLA
Fyrirtækið reynir eftir fremsta megni að halda persónuupplýsingum um þig nákvæmum og áreiðanlegum og uppfærir þær eftir þörfum.  Við geymum persónupplýsingarnar þínar í þann tíma sem er nauðsynlegur til að uppfylla markmið þessarar stefnu um persónuvernd nema lengri geymslutíma sé krafist eða hann leyfður skv. lögum. Ef möguleiki er á að persónuupplýsinganna kunni að vera þörf síðar til að uppfylla lagaskyldur, t.d. gagnvart skattyfirvöldum, eða til að höfða eða verjast réttarkröfu, munum við taka afrit af hlutaðeigandi persónuupplýsingum og varðveita þær á öruggu formi eins lengi og nauðsyn ber til.

 IX.            RÉTTINDI ÞÍN
Þú átt rétt á og getur óskað eftir að fyrirtækið veiti þér upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem fyrirtækið býr yfir sem og um vinnslu og meðferð upplýsinga um þig.
Þú átt rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um þig séu leiðréttar eða þeim eytt, t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað í.
Beiðni þín verður tekin til greina og þér afhentar upplýsingarnar (þegar það á við) innan hæfilegs tíma, þó með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra gera, þ.m.t. viðskiptaleyndarmál og hugverkaréttindi. Þér verður tilkynnt og gefin skýring ef töf verður á afgreiðslu eða ef ekki er unnt að verði við beiðninni að fullu eigi síðar en mánuði frá móttöku hennar. Þú getur kvartað til Persónuverndar ef við neitum að afhenda þér ákveðnar upplýsingar.

X.            PERSÓNUVERND BARNA
Persónuupplýsingum um börn yngri en 13 ára er ekki safnað.

BREYTINGAR
Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Þér er því ráðlagt að kynna þér persónuverndarstefnuna reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu fyrirtækisins; www.kapp.is.

VAFRAKÖKUR
Vafrakökur (e. cookies) eru smáar textaskrár sem vefsíður koma fyrir á tölvu þinni, síma eða snjalltæki þegar þú heimsækir þær. Vafrakökur eru almennt notaðar til að bæta viðmót og notendaupplifun vefsíðna. Einnig til þess að vefsíður muni mikilvægar upplýsingar frá fyrri heimsóknum þínum. Vafrakökur eru öruggar, þær innihalda ekki kóða og geta ekki verið notaðar til komast inn í tölvuna þína. 

Af hverju notum við vafrakökur?
Við notum vafrakökur til mælinga á heimsóknum á heimasíðu okkar. Það þýðir að mögulega er skráður tími og dagsetning heimsókna á vefinn, IP tölur þeirra sem heimsækja hann og frá hvaða vefsíðu heimsóknir koma, tegund vafra og stýrikerfis og hvaða leitarorð notendur nota til að komast á vefinn sem og til að finna efni innan hans. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi eins og til dæmis að muna hvað notandi hefur valið í bókunarvél á meðan hann er tengdur vefsvæðinu, þær kunna einnig að vera notaðar í öryggisskyni. Lotukökur eyðast þegar notandi fer af vefsvæði og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vafrakökur vistast á tölvu notanda og muna val eða aðgerðir notanda á vefsvæði. Engar tilraunir eru gerðar til að tengja heimsókn við persónugreinanlegar upplýsingar. 

HVERNIG ER HÆGT AÐ EYÐA VAFRAKÖKUM?
Allir vafrar bjóða upp á takmörkun á notkun á vafrakökum, eins er mögulegt að slökkva á þeim í stillingum vafrans. Mismunandi er eftir vöfrum hvernig þetta er gert en leiðbeiningar má finna í hjálpar­valmöguleika í helstu vöfrum. Einnig er hægt að eyða þeim vafrakökum sem þegar eru vistaðar. Skrefin við að eyða vafrakökum eru mismunandi eftir vöfrum en leiðbeiningar um slíkt má finna í hjálpar­valmöguleika í helstu vöfrum.  Upplýsingar um hvernig stilla má vafra má finna á vefsíðu um vafrakökur: allaboutcookies.org

Síðast uppfært 6.2.2023

Stefna gegn mútum og spillingu

1. Um stefnu þessa

1.1. Stefna þessi gildir um KAPP hf. sem og öll dótturfélög þess og tengd félög (sameiginlega nefnd „KAPP“ eða „félagið“).

1.2. Það er stefna KAPP að haga allri starfsemi félagsins á heiðarlegan og siðferðislega réttan hátt og í samræmi við gildandi lög, reglugerðir og reglur er varða mútur og spillingu. Ekkert umburðarlyndi er innan KAPP gagnvart mútum og spillingu og er félagið staðráðið í að starfa á faglegan, sanngjarnan og heiðarlegan hátt í öllum viðskiptum og viðskiptasamböndum.

1.3. KAPP skuldbindur sig til þess að: (a) bjóða hvorki mútur né láta óátalið slíkt boð fyrir hönd KAPP; (b) taka hvorki við mútum fyrir hönd KAPP né fallast á að þær verði samþykktar af hálfu félagsins; (c) gæta ákvæða laga um varnir gegn peningaþvætti; (d) halda nákvæmt bókhald og skjalaskrár; (e) forðast að eiga í viðskiptum við eða tengja KAPP við aðra aðila sem virða ekki gildi og stefnu KAPP hvað varðar mútugreiðslur og spillingu og geta skaðað orðspor félagsins; og (f) viðhalda stöðugu eftirliti og endurskoðun stefnunnar í samræmi við meginreglur þessar.

1.4. Sérhver starfsmaður sem brýtur gegn stefnu þessari mun standa frammi fyrir viðurlögum sem leitt geta til uppsagnar sökum alvarlegrar misgerðar. Sérhver aðili sem ekki er starfsmaður sem brýtur gegn stefnu þessari getur átt á hættu að samningum þeirra verði sagt upp án tafar. Háttsemi sem brýtur gegn stefnu þessari gæti einnig leitt til þess að aðili sæti refsikenndum viðurlögum samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga eða öðrum lögum, hérlendis sem erlendis.

1.5. Stefnu þessari má breyta hvenær sem er. Stefnan verður endurskoðuð a.m.k. á tveggja ára fresti, eða oftar ef tilefni er til þess.

2. Hverjum ber að fylgja stefnunni?

2.1. Stefna þessi tekur til allra þeirra aðila sem starfa fyrir KAPP eða fyrir hönd KAPP að einhverju leyti, þ.m.t. til starfsmanna á öllum stigum, stjórnenda, yfirmanna, starfsmanna á leigu, sjálfboðaliða, starfsnema, umboðsmanna, verktaka, utanaðkomandi ráðgjafa, fulltrúa þriðja aðila og viðskiptafélaga.

3. Hver er ábyrgur fyrir stefnunni og að henni sé framfylgt?

3.1. Stjórn skal skipa regluvörð sem er ábyrgur fyrir innleiðingu stefnunnar. Regluvörðurinn er Róbert Gíslason, fjármála- og rekstrarstjóri.

3.2. Regluvörðurinn fer með eftirlit með notkun og framfylgni stefnunnar ásamt því að fást við allar fyrirspurnir er upp kunna að koma varðandi túlkun hennar.

4. Hvað eru mútur og spilling?

4.1. Mútugreiðsla merkir hvers konar fjárhagsleg umbun, hvati eða umbun af öðrum toga, fyrir eða sem ætlað er að hvetja til aðgerða sem eru ólöglegar, siðlausar, teljast trúnaðarbrestur eða eru óviðeigandi á nokkurn hátt, hvar sem er í heimi. Mútur geta verið í formi peningagreiðslu, gjafa, láns, gjalda, risnu, þjónustu, afslátta, úthlutun samnings eða annars konar forskots eða ávinnings. Mútur taka ekki einungis til greiðslna eða umbunar til þeirra sem framkvæma hina óviðeigandi aðgerð, heldur einnig til greiðslna eða umbunar til aðila sem heldur því fram eða veitir vissu fyrir að hann geti haft áhrif á aðgerðir manns.

4.2. Mútur fela í sér að bjóða, lofa, gefa, þiggja eða sækjast eftir mútugreiðslu.

4.3. Spilling er misnotkun á valdi eða stöðu í þágu einkahagsmuna.

4.4. Mútur og spilling í öllum myndum eru stranglega bönnuð. Ef vafi leikur á því hvort tiltekinn verknaður feli í sér mútur eða spillingu skal bera álitaefnið undir næsta yfirmann eða regluvörð.

4.5. Óheimilt er sérstaklega að: (a) gefa eða bjóða fram greiðslu, gjöf, risnu eða annan ávinning í von um að viðskiptaávinningur fáist í staðinn, eða veita umbun vegna fenginna viðskipta. (b) samþykkja tilboð frá þriðja aðila sem vitað er, eða grunur leikur á, að lagt sé fram með þeim væntingum að KAPP muni veita þeim eða öðrum viðskiptalegt forskot. (c) veita eða bjóða fram nokkurs konar greiðslu til embættismanna í hvaða landi sem er í von um að liðka fyrir viðskiptum (e. “facilitation payment“) til að auðvelda eða flýta fyrir hefðbundinni og/eða nauðsynlegri málsmeðferð.

4.6. Hvorki má hóta né hefna sín á öðrum aðila sem hefur neitað að bjóða eða þiggja mútugreiðslur eða hefur vakið athygli á hugsanlegri spillingu eða mútur.

5. Varnir gegn peningaþvætti

5.1. Peningaþvætti er aðferð sem afbrotamenn beita við í þeim tilgangi að fela réttan uppruna og eignarhald ávinnings af refsiverðu athæfi og koma ávinningnum inn í fjármálakerfið að nýju með löglegum hætti. KAPP má ekki gera neinum félögum eða einstaklingum kleift að nota KAPP til peningaþvættis. Verður KAPP enn fremur að tryggja að félagið þiggi ekki heldur ágóða af lögbroti frá neinum félögum eða einstaklingum.

5.2. Óheimilt er sérstaklega að: (a) þiggja, nýta eða afla sér ávinnings eða að leyna, umbreyta eða flytja ávinning af broti eða ávinning sem rekja má til brots; (b) taka þátt í fyrirkomulagi sem aðstoðar við eitthvað af ofangreindu skv. lið-a; eða (c) hafa yfir að ráða eða eiga á nokkurn hátt við fjármuni sem tengjast hryðjuverkastarfsemi eða sjóði sem líklegt er að notaðar séu í þágu hryðjuverkastarfsemi.

6. Gjafir og risna

6.1. Stefna þessi leggur ekki bann við að veita eða samþykkja hæfilega og viðeigandi risnu í lögmætum tilgangi, svo sem í þeim tilgangi að byggja upp sambönd, viðhalda ímynd KAPP og orðspori, eða markaðssetja vöru og þjónustu KAPP.

6.2. Gjöf eða risna verður ekki talin viðeigandi ef hún er óþarflega rausnarleg eða óhófleg, eða ef hún gæti verið álitin hvati eða umbun fyrir hvers konar mismunandi meðferð (t.d. við samningaviðræður eða útboð).

6.3. Gjafir verða að vera af viðeigandi gerð og gildi eftir aðstæðum hverju sinni og með tilliti til ástæðu fyrir gjöfinni. Gjafir mega hvorki innihalda reiðufé eða ígildi reiðufés (svo sem gjafabréf) né má gefa gjafir í leyni. Gjafir skal ávallt gefa í nafni KAPP.

6.4. Kynningargjafir sem eru lágar í verðmæti, svo sem merkt ritföng, eru heimilar sem gjafir til viðskiptavina. Einnig er heimilt að þiggja þess háttar gjafir frá núverandi viðskiptavinum, birgjum og viðskiptafélögum.

6.5. Stefna þessi leggur ekki bann við því að KAPP gefi eða þiggi viðeigandi sýnishorn í þeim tilgangi að kynna eða markaðssetja vörur til hugsanlegra viðskiptavina eða viðskiptafélaga.

7. Skjölun

7.1. Telja skal fram og halda skriflega skrá yfir allar risnur og gjafir sem gefnar hafa verið eða borist þeim sem ber að fylgja stefnu þessari. Einnig skal leggja fram öll gögn er varða útgjöld sem rekja má til risnu, gjafa eða greiðslna til þriðju aðila í samræmi við útgjaldastefnu KAPP og tilgreina skal ástæðu útgjalda.

7.2. Allir viðskipta- og vörureikningar og aðrar skrár sem tengjast viðskiptum við þriðju aðila, þ.m.t. birgja og viðskiptavini, skal vinna af mikilli nákvæmni og heilleika. Óheimilt er að halda reikningum utan bókhalds (e. “off book”) til að liðka fyrir eða leyna óviðeigandi greiðslum.

8. Hvernig vekja skal athygli á grunsemdum varðandi brot á stefnunni

8.1. Hverjum þeim sem er boðnar mútugreiðslur eða beðinn um mútur, eða ef einhvern grunar að nokkurs konar mútugreiðslur, spilling eða annars konar brot gegn stefnu þessari hafi átt sér stað eða gæti átt sér stað, skal tilkynna um slíkt til næsta yfirmanns eða regluvarðar eins fljótt og auðið er. Stefna þessi er gefin út á íslensku og ensku, og eru bæði tungumál jafngild. Stefna þessi var innleidd af KAPP þann 6. febrúar 2023, og öðlaðist þá þegar gildi.

Markmið KAPP til 2027

KAPP hefur sett sér metnaðarfull mælanleg markmið í sjálfbærni sem skal ná að fullu fyrir árið 2027

Umhverfismál

Unnið er markvisst að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem voru viðeigandi fyrir starfsemi KAPP.

KAPP verði að fullu kolefnisjafnað 2027:

Farið verður í að taka á öllum þáttum starfseminnar með það að markmiði að minnka kolefnisfótspor KAPP eins og mögulegt er.

  • Minnka skal alla notkun eins og hægt er.
  • Öll flokkun og úrgangi starfseminnar og starfsmanna verði framúrskarandi.
  • Kolefnisnokun í samgöngum verði minnkuð um 60% á tímabilinu
  • Flugferðir starfsmanna verði minnkaðar eins og hægt er með fjarfundum eða öðrum lausnum.
  • Allar flugferðir verða kolefnisjafnaðar
  • Allt húsnæði KAPP verði gert eins umhverfisvænt eins og kostur er.
  • Led lýsing, minnkun á rafmangi / hita með betri tækum og stýringu o.þ.h.
  • Öll efnanotkun verði minnkuð eins og hægt er og krafa gerð um umhverfisvænni efni.
  • KAPP skal halda grænt bókhald.

Lokamarkmiðið er að öll starfsemi KAPP verði að fullu kolefnisjöfnuð án þess að kaupa utanaðkomandi kolefniseiningar.

Kolefnisbinding í skógrækt KAPP:

KAPP hefur hafið skógrækt í eigin landi við Háamúla í Fljótshlíð. Gerður hefur verið samningur við Skógræktina um ráðgjöf við ræktun og mat á kolefnisbindingu skógræktar í landi með viðurkenndum vísindalegum aðferðum. Niðurstöðurnar verða notaðar til að gera áætlun um kolefnisjöfnun starfsemi KAPP.

Minnkun pappírs um 90%:

Markmið KAPP er að draga úr notkun skrifstofupappírs (A4) um 90%.

Minnkun eldsneytisnotkunar um 60%:

Markmið KAPP er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda (CO2eq) vegna tækja og bifreiða um 60%. í ársbyrjun 2021 átti fyrirtækið 23 bifreiðar sem notaðar eru fyrir starfsmenn í vinnu hjá viðskiptavinum. Minnkunin verður m.a. með fjölgun rafmagnasbíla, metanbíla og taka upp deilibíla.

Dregið verði úr plastnotkun um 70%:

Aðallega er plast notað í lagnir í vörur sem við framleiðum auk umbúða. Allt plast verður úr endurunnu plasti. Einnig á að leggja áherslu á að birgjar okkar minnki plastnotkun í vörum sem við kaupum.

Blandaður og grófur úrgangur minnki um 30%:

Úrgangurinn er mjög mismunandi milli ára og fera aðallega eftir verkefnum sem við eru í á hverjum tíma. Lögð verður áhersla á að minnka hann eins og hægt er og að hann verði allur flokkaður hjá okkur fyrir förgun.

Mannauðsmál

Hækka hlutfall kvenna í iðnaðarstörfum:

Því miður er hlutfall iðnmenntaðra kvenna mjög lágt en með því að leggja áherslu á að þær séu velkomnar hjá okkur ætti að vera hægt að auka hlutfallið jafnt og þétt.

Launamunur verði 0%:

KAPP er að taka upp jafnlaunavottun og fyrstu útreikingar sýna að það er enginn launamunur sé milli kynja. Markmiðið er að halda því þannig.

Nýliðafræðsla:

Starfsfólk fái nýliðafræðslu KAPP innan tveggja vikna frá fyrsta starfsdegi. Þróðuð hefur verið námslína fyrir nýtt starfsfólk og setur KAPP sér það markmið að fræða starfsfólk um allt fyrirtækið.

Samgögnustyrkur:

KAPP býður starfsfólki upp á samgöngusamning í samræmi við reglur Ríkisskattstjóra. Markmiðið er að 60% þeirra sem eiga möguleika á því nýti samgöngusamninginn.

Öryggismál

Öryggi starfsmanna: Markmiðið er að KAPP verði fyrirmyndarfyrirtæki í öryggismálum starfsmanna og nánasta umhverfis.

  • Gefin hefur verið út vegleg öryggishandsbók sem allir starfsmenn hafa fengið.
  • Allir öryggisferlar er vel skilgreindir skv. ýtrustu stöðlum Vinnueftirlitsins.
  • Öll aðstaða og tæki hafa verið yfirfarin með tilliti til öryggismála og fá reglulega enduskoðun.
  • Áhættumat er gert fyrir öll stæri verkefni og allar vélar innahúss.
  • Rýmingaráætlun er til staðar fyrir eldsvoða.
  • Allir starfsmenn fara á skyndihjálparnámskeið og  reglulega býðst endurmenntun.
  • Öllu starfsfólki er skylt að nota persónuhlýfar við öll störf, sem KAPP skaffar.
  • Öryggisráð KAPP fer yfir öll atvik sem upp koma í öryggismálum með það að markmiði að gera endurbætur til að fækka slysum.
  • Öll slys eða næstum slys ertu tilkynnt til Vinnueftirlits / lögreglu eftir því sem við á.

Vörurýrnun:

Vörurýrnun í framleiðslu og þjónustu KAPP verði minni en 50% af meðalvörurýrnun í sambærilegum fyrirtækjum á Íslandi. Rýrnun ýtir undir sóun og það með aukið kolefnisfótspor.

Kostnaðar-/tekjueiningar

Framleiðsla:

  • OptimICE krapavélar
  • Forkælar
  • Forðatankar
  • Færibönd
  • Ryðfrí smíði fyrir matvælaiðnaðinn

Verkstæði / þjónusta:

  • Kæliþjónusta
  • Vélaverkstæði
  • Renniverkstæði
  • Ryðrí stálsmíði

Helsti innflutningur:

  • Kæliklefar, yleiningar og frystigámar
  • Kælikerfi fyrir flutningavagna/kassa og kælirými
  • Flutningavagnar og kassar
  • Fiskvinnsluvélar
  • Þvottavélar fyrir matvælaiðnað
Sjálfbærnistefna

Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.

Slík þróun snýst um að auka efnahagsleg verðmæti um leið og gæðum náttúrunnar er viðhaldið og mannréttindi efld fyrir alla jarðarbúa til langs tíma.

Markmið sjálfbærrar þróunar er að koma á sjálfbærni í samfélaginu í heild og á jörðinni. Hugtakið sjálfbærni tengir saman grunnstarfsemi fyrirtækja og þá hugsun að búa til virði til langs tíma. Það þýðir að fyrirtæki fari að greina hvaða áhrif starfsemin hefur á umhverfið, félagslega þætti, menningarlega þætti, siðferði og rekstur. Sjálfbærni býr þannig til hvata til þess að skoða heildina, ekki eingöngu þá hluti sem fyrirtækið er að gera vel heldur einnig hvað má betur fara og hvaða tækifæri eru til staðar.

Útrýmum F-gösum (Freon)

Losun frá iðnaðaferlum og efnanotkun sem fellur undir losun á beinni ábyrgð stjórnvalda kemur aðallega frá notkun F-gasa sem notuð eru í kælimiðlum. Um helmingur losunar frá F-gösum er nú frá kælibúnaði á fiskiskipum.

F-gös bera ábyrgða á um 10% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu í iðnaðarferlum og efnanotkun.

KAPP sérhæfir sig í að skipa út F-gösum (Freon) og setja aðra umhverfisvæna kælimiðal í staðin eins og Co2, Ammóníak og rafmagn og þannig er KAPP hluti af virðiskeðjunni. 

Starfsemi KAPP tekur mið af þessu þar sem lögð sé áhersla á umhverfislega-, félagslega- og efnahagslega sjálfbærni.

Umhverfisleg sjálfbærni

Til að stuðla að umhverfislegri sjálfbærni mun fyrirtækið draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri. Nýta skal náttúruauðlindir með ábyrgum hætti og leita leiða til að draga úr notkun þeirra ásamt því að hámarka hlutfall endurnýjanlegar orku. Þá skal lágmarka notkun á vörum sem eru skaðlegar umhverfinu og leggja áherslu á að draga úr magni sorps og auka flokkun. Lögð verður áhersla á að minnka neikvæð umhverfisáhrif með því að hvetja og styðja viðskiptavini með því að bjóða upp á vistvænt vöruframboð og útvega þau gögn/vottanir sem til þarf í vottunarkerfi sem byggt er eftir.

Skógrækt á landi KAPP

Lögð hefur verið áhersla á bindingu kolefnis með skógrækt á landi fyrirtækisins í Háamúla í Fljósthlíð. KAPP var fyrirtæki no. 5 á landinu til að gera þjónustusamning við Skógræktina um ráðgjöf og mælingu á kolefnisbindingu skógarinns.

Með þessum skógi kolefnisbindur KAPP alla sína starfsemi og gott betur.

Félagsleg sjálfbærni

Til að stuðla að félagslegri sjálfbærni skal tryggja vellíðan fólks og öruggt og heilbrigt umhverfi. Áhersla verður lögð á vistvæn sjónarmið og þar með aukin lífsgæði starfsmann. Mannréttindi eru ein af grundvallarstoðum samfélagsins og fylgir KAPP þeim mikilvægum grunngildum er varða mannréttindi í allri sinni starfsemi. Hvers kyns spilling, mútur af einhverju tagi eða önnur ólögleg starfsemi er ekki liðin.

  

Efnahagsleg sjálfbærni

Nýta skal fjármagn með sem hagkvæmustum hætti og verklag innan félagsins einkennist af góðu viðskiptasiðferði, heilbrigðum viðskiptaháttum og ábyrgð.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Lögð verði áhersla á að samþætta Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og rekstur fyrirtækisins. KAPP mun leggja megináherslu á 5 kjarnamarkmið: Jafnrétti kynjanna, Góð atvinna og hagvöxtur, Nýsköpun og uppbygging, Ábyrg neysla og framleiðsla og samvinna um markmiðin.

Mælanleg markmið

Sett hafa verið mælanleg markmið og viðmið um upplýsingagjöf. Árangur verður mældur með reglulegum og markvissum hætti. Starfsmenn, stjórnendur, viðskiptavinir og eigendur verða upplýstir um markmiðin og þann árangur sem næst. Það er trú fyrirtækisins að áhersla á sjálfbærni dragi úr áhættu í rekstri fyrirtækisins og styrki fjárhagslega arðsemi til framtíðar.

Siðareglur

Unnið er að því að setja siðareglur KAPP þar sem allir starfsmenn, birgjar og samstarfsaðilar skulu kynna sér þær reglur, staðfesta þær og framfylgja þeim. Þá skal einnig unnið að stöðugum úrbótum á sviði sjálfbærni með fræðslu, upplýsingagjöf og frekari þróun.

Sjálfbærnistefna KAPP er útfærð með eftirfarandi þremur megináherslum:

 • KAPP sem vinnustaður: Jafnréttismál, umhverfismál

 • Viðskiptavinurinn: Þjónusta, fræðsla, samstarf, vistvænir kælimiðlar

 • Aðfangakeðjan: Birgjar, mannréttindi og vinnuréttindi

Með því að skipta stefnunni niður þá sést betur hvernig fyrirtækið stendur sig gagnvart starfsfólki, viðskiptavinum og birgjum. Þá er auðveldara að greina hvar fyrirtækið getur bætt sig.

Fyrsta áherslan fjallar um KAPP sem vinnustað, sem nær yfir hvernig vinnustaður fyrirtækið vill að það sé, hvernig hugað er að jafnréttismálum og hvernig staðið er í umhverfismálum.

Önnur áherslan fjallar um viðskiptavinina, hvernig er hugað að þjónustu. Fræðsla, upplýsingaöryggi, samstarf og hvernig fyrirtækið hjálpar viðskiptavinum að beita tækninni til að auka skilvirkni og verða umhverfisvænni.

Þriðja áherslan fjallar svo um aðfangakeðjuna, hvernig unnið er með birgjum til þess að bregðast við vandamálum í aðfangakeðjunni og hvernig þeir eru að vinna t.d. í mannréttindum og vinnuréttindum.

Upplýsingagjöf og samstarf

Upplýsingar um markmið og árangur af starfi KAPP skulu vera gagnsæar og aðgengilegar árlega í gegnum sjálfbærniskýrslur fyrirtæksins. Stefna KAPP er unnin í samstarfi við aðra hagsmunaaðila svo sem önnur fyrirtæki, yfirvöld, sveitarfélög, ráðgjafa, verktaka og birgja.  Það er meðal annars í samræmi við 17 Heimsmarkmiðið um “samvinnu um markmiðin”.

Ábyrgð

Stjórnarformaður og eigandi er ábyrgur fyrir sjálfbærnistefnu KAPP. Kröfur og markmið eru í sífelldri þróun og skal stefna þessi og markmið hennar vera yfirfarin árlega. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á sjálfbærnistefnu fyrirtækisins í daglegum rekstri og skal setja markmið fyrir hverja einingu sem stuðla að því að ná settum markmiðum. Allir starfsmenn KAPP fá fræðslu sem gerir þeim kleift að skilja áhrif starfa þeirra á sjálfbærnimarkmið fyrirtækisins.

Umhverfismálastefna

Umhverfismál er á meðal forgangsverkefna KAPP og mun fyrirtækið aðlaga starfshætti og rekstur þess að ábyrgri afstöðu til umhverfisverndar.

Nú er unnið að því að innleiða nýja verkferla með það að markmiði að fá ISO skráningu í umhverfismálum.

Stöðugt ber að fylgja eftir stefnumótun og stjórnun umhverfismála í ljósi nýrra laga og reglna, starfshátta atvinnugreinarinnar, tækniþróunar, þarfa neytenda og væntinga almennings.

Við höfum frumkvæði að endurbótum á starfsháttum sem leiða til betri umhverfisverndar. Við munum þjálfa og hvetja starfsmenn til að sinna störfum með fullu tilliti til umhverfisverndar.

Við tökum tillit til umhverfisþátta s.s. orkuneyslu og nýtingu hráefnis við val á vörum, birgjum og flutningatækjum og að neikvæðum áhrifum á umhverfið frá rekstri fyrirtækisins sé haldið í lágmarki s.s. með réttri förgun sorps og úrgangsolíu.

Við munum skipuleggja og skrá neyðaráætlun um viðbrögð á hættustundum og skulu slíkar áætlanir endurspeglast í Áhættugreiningu fyrirtækisinns.

Við munum reglulega endurmeta árangurinn í umhverfisvernd. 

Við munum skipuleggja umbætur í umhverfismálum með hliðsjón af neðanskráðu vinnuferli:  

Núverandi verkefni í umhverfismálum:

Endurnýting: Takmarka kaup á nýjum varahlutum með endurnýtingu notaðra gæðavarahluta.

Fastur úrgangur (plast, pappír/pappi, járn, gler,) er flokkaður fluttur á sorpeyðingarstöðvar. 

Endurvinnsla: Olíu og spillefnum frá verkstæðinu er safnað saman og hún send til endurvinnslu eða eyðingar.

Endurvinnsla: Notaðir rafgeymar og hættulegur úrgangur eru sendir í endurvinnslu

Endurunninn pappír er notaður þar sem því verður við komið í rekstri fyrirtækisinns

Notkun á unhverfisvænum efnum: Búa til lista yfir hvað og hvernig flokka eigi úrgang til endurvinnslu

Hafa upplýsingar sýnilagar starfsmönnum og viðskiptavinum varðandi endurvinnslu og flokkun.